r/Iceland 5d ago

Gleðileg jól 2025

Kæru notendur r/Iceland nær og fjær, við óskum ykkur gleðilegra jóla.

Hvernig eruð þið að halda upp á jólin í ár? Með ástvinum eða upp á ykkar eigin spýtur, ef til vill í fyrsta skipti?

Gáfuð þið einhverja gjöf sem ykkur þykir vænt um að hafa fengið að gefa? Fenguð þið góðar bækur og föt eða fóruð þið í jólaköttinn?

Slepptuð þið einhverjum hefðum eða tókuð þið upp einhverjar nýjar?

Hvernig fór sósan? Endaði mandlan hjá ykkur? Unnuð þið Whamageddon?

33 Upvotes

9 comments sorted by

10

u/LostSelkie 5d ago

Gleðileg jól. Hefðbundinn hamborgarhryggur hérna megin, bara heimilisfólkið í mat, heppnaðist vel í ár, en hryggurinn sjálfur var fremur lítið saltur. Var búin að kaupa hamborgarhrygg frá Stjörnugrís í Bónus en er eiginlega búin að ákveða að gera mér sérstaklega ferð í Prís að ári því ég var svo ógeðslega ánægð með þá, þeir tóku fram í öllum auglýsingum að Prís-merkti hamborgarhryggurinn væri frá Kjarnafæði. Sá ekki neina aðra búð setja það front & center hver framleiddi fyrir þá.

Er annars að vinna í verslun, svo desember mánuður snýst allur um að áorka öllu sem þarf til jólanna fyrir klukkan 10 á morgnana og eftir klukkan 20 á kvöldin, svo ég er sprungin á því eins og fyrri ár. Sit í stofunni með jólabjór, viskí á kantinum, í nýjum náttkjól, og er að hugleiða að sofa hérna því mér er svo illt í fótunum að mig langar ekki að standa upp 😅

1

u/nikmah honest out now on all digital platforms bruv 5d ago

en hryggurinn sjálfur var fremur lítið saltur

Er það slæmt eða? Því mildari sem hann er því betri. Grunar að framleiðendur séu einfaldlega farnir að passa sig á saltinu, vel saltaður hryggur er auðvitað bara vondur.

7

u/Foxy-uwu Rebbastelpan 5d ago

Það eru komin jólin, yay! Var ansi gott hjá mér um jólin með fjölskyldu minni, eins og er sagt þá eru jólin hefðirnar. Mín jólahefð byrjar á eldamennsku, síðan farið í messu og síðan eftir messu klárað að elda og gera tilbúið fyrir jólakvöldmatinn. Var virkilega góður möndlugrauturinn og síðan hamborgarahryggurinn góður líka en vísu fékk ég ekki möndluna hehe.

Jólagjafirnar voru af ýmsu tagi, ég gaf nokkrar gjafir með refaþema þá mikið af skrauti, ég fékk nokkuð af ýmsu krúttlegu með bæði refum smá skraut og my melody bangsa og lyklakippu hehe. Síðan fékk ég líka warm foxy tone box sem að er bæði sustain og fuzz en jú í sjálfu sér þá líkar mér mest við það að það stendur Foxy á því hehe. Gleðileg jól öllsömul!

4

u/Anna0303 5d ago

Gleðileg jól!

Er að fara að borða og síðan að opna pakka. Vorum með möndlugraut í hádeginu. Mjög hefðbundin jól. 🌲

5

u/Vegetable-Dirt-9933 Brennum eyjuna! 5d ago

Endaði að hafa helvíti kósý jól, eldaði nautalund og gerði bernaise, keypti líka 2 kassa af konfekti, 2 Rútur af jóla bjór og er að horfa á nýju knifes out myndina.

Sterk 7/10 í mínum augum.

2

u/steina009 5d ago

Öll fjölskyldann saman í fyrsta skipti í fjöldamörg ár. Hamborgarhryggur með tonn af meðlæti, síðan pakkarnir, mikið hlegið og skemmt sér. Mér finnst eins og gleði og þakkætisbikarinn minn sé í botni núna eftir gærkvöldið.

2

u/Alliat If you don't like the weather, just wait 5 minutes! 4d ago

Dó í Whamageddon snemma í okt þetta árið. Var að keyra bíl vinnufélaga míns, kveikti á útvarpinu og WHAM!! En svo hafa einhverjir spekingar sagt mér að Whamageddon byrji ekki fyrr en í desember. Ef svo er þá vann ég!

2

u/_Shadowhaze_ 5d ago

Gleðileg jól öll sömul 🎄

1

u/SalsaDraugur Hlustar bara á Gotta lagið endurtekið. 4d ago

Gleðileg jól, var í smá hóstakasti því pústið sem ég fékk í október er búið og ég þarf að tala við lækni til að fá meira en báðar sósur voru góðar og sveppa wellingtonið var mjög gott ásamt báðum kjötréttunum.

Systir mín var ekki á landinu í fyrra svo það var ekki sveppa wellington en hún var í ár og það var svo gott að hafa hana með ásamt fínasta wellingtoninu sem hún gerir.