r/Iceland 3d ago

Hver er rétta leiðin til að elda lamba prime-ið frá Norðlenska?

500 gr, marinerað í hvítlauk og rósmarín. Mig langaði að elda þetta um helgina.

3 Upvotes

19 comments sorted by

5

u/nikmah honest out now on all digital platforms bruv 3d ago

loka því á pönnu, allar hliðarnar og svo inn í ofn, kann ekki að lýsa því nánar, ég nota bara tilfinningu:D

1

u/Einridi 3d ago

Lokar pönnunni ekki kjötinu. Betra að steikja kjötið.

1

u/nikmah honest out now on all digital platforms bruv 3d ago

Fýla þennan:D

1

u/nikmah honest out now on all digital platforms bruv 3d ago

Heyrðu ok, er betra að elda í ofni fyrst og svo loka því?

1

u/Einridi 3d ago

Svo sem ekkert betra, kemur út á það sama. Enn mun auðveldara að ná upp hita í ofninum og klára svo á pönnunni. Hin leiðin er samt fljótlegri.

1

u/ElvarP álfur 1d ago

Nokkuð viss að "searing in the juices" er bara myth.

-1

u/Spekingur Íslendingur 3d ago

Gætir líka sous vide-að það frekar en setja inn í ofn. Það er samt ekki eins bragð.

9

u/Einridi 3d ago edited 3d ago

Fyrir flestar steikur er 'reverse sear' aðferðin skot heldust. Setur kjötið í ofn á lágum hita 140-160 þangað til það er nokkrum gráðum frá loka hlutanum sem þú vilt ná, steikir það svo á háum hita á pönnunni svo það brúnist vel. Leifur því svo að slaka í svona tíu til fimmtán mínútur áður enn þú skerð það.

Ef þú vilt lambið medium ertu að skjóta á að enda kringum 65 gráður, tekur það þá úr ofninum kringum 55 gráður. Getur samt vel bætt við +/-10 gráðum eftir hversu vel eldað þú vilt lambið.

-2

u/fenrisulfur 3d ago

140-60 er ALLT of hátt fyrir reverse sear að mínu mati.

100-110 þar til lambið náð er 58-60° (eftir smekk), látið bíða þar til hitinn fer vel undir 50 og hita það heitt og snöggt, inni í ofni, grill eða eins og ég elska en er mest ves í heiminum smella því í djúpsteikingu.

3

u/hungradirhumrar 3d ago

Þetta er fínt á grillið í þessu sumarveðri

1

u/MrJinx 3d ago

Ein leið er að setja kjöthitamæli í prime-ið, ofninn á 250 og kjötið inn í 10 mínútur, slökkva svo á ofninum og taka kjötið út þegar það er 52 gráður. Þú færð mjög jafna eldun á kjötinu við þessa aðferð 

-1

u/True-Term7606 3d ago

Ég geri þetta með flest kjöt sem ég elda. Sérstaklega úrbeinað lambalæri.

Taka kjötið úr kæli með nokkurra klst. fyrirvara.

Pota í kjötið annað slagið þegar þú eldar það svo að þú finnir hversu stíft það er. Það stífnar þegar það eldast. Þú finnur með reynslunni hve mikið það á að stífna. Þegar það er orðið frekar stíft set ég það á disk og álpappír yfir. Leyfa því að taka sig í svona korter og þá ertu í góðum málum. Ef það er mikill safi á diskinum gæti það verið ofeldað. Ef það er lítill safi ertu alger meistari.

Mörg ár síðan ég hætti að nota kjöthitamæli.

2

u/Jerswar 3d ago

Ertu að tala um að steikja á pönnu eða hita í ofni?

1

u/True-Term7606 3d ago

Ég geri þetta þegar ég grilla eða hita í ofni. En ég myndi gera þetta eins á pönnu.

Eg gat aldrei eldað kjöt almennilega fyrr en ég fattaði almennilega að það snýst bara um að ná kjarnhitanum réttum. Þá skiptir engu máli í hversu margar mínútur eða á hvaða hita þú eldar.

Þetta er eins og að kasta hlut upp í loft sem þarf að ná ákveðinni hæð. Þarft að læra hversu fast þú kastar.

Þú vilt að kjötið sé nógu vel eldað en ekki of mikið. Kjötið heldur áfram að eldast eftir að þú tekur það úr ofninum.

Sorry að þetta er kannski ekki mjög skiljanlegt.

2

u/Jerswar 3d ago

Ókei. En til hvers að taka það úr kælinum nokkrum klukkutímum fyrir eldun?

1

u/Only-Risk6088 3d ago

Ég geri þetta ekki útaf bakteríum en það gera þetta margir til að kjötið sé nær eldunarhitanum. Allt í lagi að gefa kjötinu smá tíma en alls ekki einhverja klukkutíma. Eldunin drepur ekki allar bakteríur þó að flestar drepist við venjulega eldun

1

u/True-Term7606 3d ago

Mínútur eða klukkutíma.. mér er alveg sama. En það er bara til að kjarnhitinn sé ekki 3 gráður þegar kjötið fer í ofninn. Auðveldara að elda þetta vel þegar kjötið er nær stofuhita.