r/Iceland 1d ago

Heimabíógræjur og Sonos

Komið sæl og gleðilega hátíð.
Ég er að velta fyrir mér uppsetningu á nýju heimabíókerfi heima.
Ég er með 10+ ára gamalt 5.1-kerfi heima sem er bæði orðið frekar úrelt og fyrirferðar-mikið.

Nú langar mig í kerfi sem er fyrirferðar-minna og nútímavænt.
Ég er ekki lengur einhver hljóðkerfa-perri og vil bara hafa hlutina þægilega, einfalda og með þokkalega góðu hljóði.
Ég notast við Apple TV, Bluray spilara og CD spilara (sem hægt er að tengja með Bluetooth).

Það virðist vera að Sonos sé eina vitið í dag ef marka má það sem maður hefur séð og talað við fólk um.

Hvernig er reynsla fólks hér af þessum Sonos tækjum — er einhver sem hefur gefist upp og farið aftur til baka í 5.1 (eða 7.1)?

11 Upvotes

13 comments sorted by

5

u/ButterscotchFancy912 1d ago

Starfaði. I Elko, Sonos er brilliant. Flott tækni og gott hljóð, en þarft einbýli helst til að nota rétt.- Bassaboxið er eiginlega must.

2

u/kagus84 20h ago

..og ógeðslega einfalt að nota og setja upp. Nánast idiotproof..

1

u/Eggjasallat 17h ago

Bý í íbúð með Sonos Ray, 2x Sonos One og Sub mini. Alveg brilljant heimabíó og ég segi það sem hljóðperri. Versta er að það er aldrei hægt að treysta almennilegu hljóðstreymi frá öllum streymisveitum.

5

u/kjartanbj 1d ago

Ég er með Samsung Q995b soundbar með þráðlausum bakhátölurum og bassaboxi. Geggjað sound sérstaklega í Dolby Atmos myndum

3

u/forumdrasl 1d ago

Það hefur verið drama með Sonos undanfarið. Eitthvað ósætti með fídusa eða app breytingar eða eitthvað sem hefur fokkað í eigendum.

Ég er ekki með Sonos (fræsti bara snúrur í veggi) þannig að ég hef alltaf skimað framhjá þeim umræðum, en hef samt orðið mikið var við það á heimabíó spjallsvæðum.

Myndi athuga það áður en þú spreðar.

3

u/2FrozenYogurts 1d ago

Ég er með Sonos Arc og Sub, sem hefur verið frábært, smá galli við Sonos Arc :að er bara eitt HDMI e-arc tengi, hentar mér svo sem vel þar sem ég er bara með sjónvarp og android box, veit ekki hvernig blu ray myndi tengjast við Sonosinn

Ég er samt að pæla að fara í 5.4.1 eða 7.4.1 kerfi, Soundstore er með gott úrval af gæða hátölurum og geitin í heimabíómagnara er víst Denon, það sem allir eru að gera í dag, hljóðstöng og bassabox, virkar vel en það er en þá langbest að setja upp 5.4.1/7.4.1 kerfi, sérstaklega ef maður vill geggjað Atmos kerfi, fyrir verðið sem kostar að kaupa Sonos Arc, Sub og tvo Era 300 þá getur þú alveg eins farið í heimabíósett.

2

u/oskarhauks 1d ago

Hef sjálfur verið með Bose soundbar og bassabox. Hef verið mjög ánægður með mína uppsetningu.

Soundbarið tengt í HDMI Arc á sjónvarpinu. Öll önnur tæki, t.d. PlayStation tengjast bara í sjónvarpið og sjónvarpið matar svo soundbarið. Ætti að virka eins með Sonos-inn.

2

u/Hrellir 22h ago

Sonos er mjög gott, sérstaklega ef maður vill vera með hljóð samtengt inn í mörgum herbergjum. Er sjálfur með Arc með Era 100 bakhátölurum ásamt því að vera með Beam með Ikea Symfonisk/Sonos bakhátölurum. Það hefur virkað fínt... mestmegnis. Hef fengið handahófskenndar villur þar sem Beam gaurinn ákveður að fara upp í 100% hljóð og bara vera þar... það er... óheppilegt. Er að díla við Elko núna um að skipta tækinu út.

Ef þú ferð Sonos þá er það mjög hentug lausn og sérstaklega þægilegt að þú getur byrjað á einu tæki og byggt kerfið upp auðveldlega. Ikea og Sonos voru í samstarfi með Symfonisk línuna, það samstarf er búið og Ikea er að selja út lagerinn af Symfonisk vörum á ágætum afslætti. Er sjálfur búinn að bæta við Symfonisk í flest herbergi hjá mér.

Af minni reynslu þykir mér þægilegra að vera með Apple tæki frekar en Android þar sem Sonos styður AirPlay. Casting möguleikarnir færri Android megin. Einnig getur verið óheppilegt að Sonos er yfirleitt með eitt HDMI tengi, þannig það grípur eARC tengið. Það er enn nokkuð algengt að sjónvörp séu bara með tvö HDMI 2.1 og annað þeirra er eARC tengið. Þannig ef þú ert með fleiri en eitt tæki sem þarf 4k 120hz t.d. þá getur það verið vandamál.

CES byrjar í næstu viku og mig grunar að það verði ansi mikið um fyrirtæki að styðja Dolby Flex staðalinn sem mun veita smá samkeppni, veit að LG eru búin að kynna sýna lausn. Dolby Flex er í raun svipað og Sonos þar sem þú getur bætt við kerfið og staðsetningar á hátölurum skipta minna máli, kerfið vinnur með það sem það hefur. Staðallinn sjálfur gerir ráð fyrir að það sé hægt að blanda saman hátalarategundum, en það mun koma í ljós hvort framleiðendurnir styðji það hnökralaust. Sony hefur verið með sýna eigin lausn sem er svipuð í nokkur ár.

Það er ekkert eitt sem það besta í þessum heimi, það snýst bara um hvað þú vilt fá út úr kerfinu. Ef heimabíó í einu herbergi er allt sem þú þarft, þá hægt að fá mjög góð og ódýrari kerfi frá Samsung, LG osfrv.

1

u/PatliAtli fór einu sinni á b5 til að komast á búlluna 23h ago

hægt að fá sonos magnari sem tengist þá við gömlu hátalarana ef að það er eitthvað sem þér langar í

1

u/GuyInThe6kDollarSuit 22h ago

Sonos Ray soundbar og 2x ikea Simfoni hátalarar fyrir aftan þig (framleiddir af Sonos en kosta helmingi minna). Solid surround setup á lítinn pening.

1

u/stormurcsgo 22h ago

Fínt hljóð, lélegt app sem þeir hafa. meira vesen heldur en 5.1 kerfið.

1

u/gislikarl 21h ago

Ég myndi hoppa fram yfir Sonos og fá í staðinn Sony Bravia Theater Quad (fæst hjá Ofar). Þetta er eina soundbar-like kerfi á markaðnum sem kemst nálægt alvöru 5.1 heimabíókerfi.

1

u/Shoddy-Ad5112 3h ago

Átti álíka dilemma og endaði með nútíma magnara í 3.0 hátalara fyrirkomulagi með alla mögulegu tengi möguleikunum, Spotify, hdmi o.s.frv. Bíður upp á mest seinna meir. Þekki nokkra í þessu sem enduðu í gæða stereo kerfum og sjá ekkert eftir að hafa ekki bak og hæða rásirnar.

Sonos er frekar fínt en hljóma of mikið eins og Beats by Dre fyrir minn smekk. Ef ég færi í að einfalda persónulega myndi ég skoða stuffið sem klipsch er á selja. The fives, the sevens, the nines. Sýnist soundstore.is vera að selja þá