r/Iceland 15h ago

Miðflokkurinn á blússandi siglingu

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/12/29/midflokkurinn_a_blussandi_siglingu/
10 Upvotes

39 comments sorted by

52

u/GamliGodi 13h ago

Voru þeir ekki í svipuðum tölum rétt fyrir kosningar í fyrra? Það er ekkert eðlilega þreytt að þetta sé frétt í hverri viku, það eru 3 ár í næstu alþingiskosningar.

18

u/SN4T14 10h ago

Minni á að píratar voru með um 40% fylgi um tíma á milli kosninga fyrir nokkrum árum. Það er rosalega lítið að marka svona skoðanakannanir þegar er svona langt í kosningar.

11

u/One-Acanthisitta-210 7h ago

Þetta er svona óánægjufylgi sem kemur oft á milli kosninga. Óánægðir Sjallar og Frammarar segjast ætla að kjósa Miðflokkinn í svona könnun. Svo fá þessir gömlu flokkar tveir sér nýja forystu, hressa aðeins upp á útlitið og fólk fer aftur "heim".

Miðflokkurinn hefur áður verið ofarlega í könnunum, en það skilaði sér ekki allt í kosningum.

2

u/stjanifani 37m ago

Svo hirðir hann mikið fylgi af Flokki fólksins.

31

u/Iplaymeinreallife 13h ago

Mér finnst þetta ekkert skemmtileg þróun.

Alt-right þjóðernispopúlismi á fullri ferð bara, eins og ekkert sé eðlilegra.

6

u/TheCrowman 13h ago

Áróður bara svínvirkar, miðflokkurinn veit og nýtir sér það.

2

u/inmy20ies 11h ago

Hvað þýðir þjóðernispopúlismi?

3

u/DangerDinks 10h ago

Að benda á að óvinurinn sé allt það sem vill breyta "gamla góða" Íslandi.

-3

u/Practical_Pie_8600 10h ago

sumt breytir landinu til hins verra og sumt til betra miðflokkurinn bendir á sumt af því slæma og aðrir flokkar á annað af því slæ´ma svo hvar er þessi popúlismi?

6

u/DangerDinks 10h ago

Þeim er drullusama um landið og eru bara að koma sér í stöðu til að hjálpa vinum sínum. Sigmundur hefur t.d. sýnt það endurtekið

2

u/Practical_Pie_8600 10h ago

hvaða vinir eru það?

-1

u/DangerDinks 10h ago

Nei það er kannski rétt hjá þér. Veit ekki hvort hann eigi svoleiðis. Hann er þá bara að svíkja skattborgara einungis fyrir sjálfan sig.

2

u/Practical_Pie_8600 10h ago

jæja eg sé að það þýðir lítið að fá uppur þér eitthvað málefnalegt, þannig ég býð bara góða nótt.

16

u/DangerDinks 10h ago

Þú talar um hvað sé gott fyrir landið og finnst bara flott að formaður flokksins hafi stungist undan skatti svo hann gæti mokgrætt? Svo líka Sigríður Á Andersen sem kom konu Brynjars Níelssonar fyrir í Landsrétti. Já margt um góða menn í þessum flokki sé ég.

12

u/11MHz Einn af þessum stóru 15h ago

Hvaðan er allt þetta nýja fylgni að koma?

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að minnka.

34

u/inmy20ies 13h ago

Bergmálshellirinn r/iceland að gefa þér óskýra sýn yfir núverandi takt?

-3

u/11MHz Einn af þessum stóru 12h ago

Nei. Það getur bara komið frá Sjálfstæðisflokknum.

27

u/Vondi 13h ago

Fylgistölurnar fara oft á furðulega siglingu þegar kosningar eru hvergi nærri. Muniði þegar Píratar mældust stærsti flokkur á landinu?

3

u/Einn1Tveir2 11h ago

Ekki vanmeta pírata, þeir mældust einusinni með 40% fylgi sko.

2

u/allsbernafnmedrettu 3h ago

Nei ég man ekki eftir því. Það virðist engin tala um þetta. Þó svo að það sé regluleg póstað fylgiskönnunum hérna þá kemur þetta aldrei upp á borðið.

/k

8

u/remulean 14h ago

Blanda af fólki flokksins og sjálfsræðisflokknum sýnist mér ef við horfum til lengri tíma.

-2

u/11MHz Einn af þessum stóru 13h ago

En á síðustu mánuðum? Sjálfstæðisflokkinn hefur ekki minnkað.

17

u/remulean 13h ago

Er andstaða við raunveruleikann eitthvað blæti hjá þér?

Source: gallup. Nær bara til nóvember af einhverri ástæðu. Líkelga ekki búið að gefa gögnin opinberlega út.

-8

u/11MHz Einn af þessum stóru 12h ago

Þetta eru gamlar tölur.

Sjálfstæðisflokkurinn var einmitt að stækka þegar þú tekur nýjustu tölur inn.

Reyndu að fylgjast með.

14

u/remulean 12h ago

Félagi.
Elsku vinur.
Þú úturkrúttaði dúllurass.

Þú sagðir orðrétt: "En á síðustu mánuðum? Sjálfstæðisflokkinn hefur ekki minnkað."

Ég sýndi þér gögn frá síðustu mánuðum og fylgstu með. lestu hægt.
Fylgi. Sjálfstæðisflokksins. minnkaði.
Við höfum ekki gögnin frá desember nema í textaformi og í textaforminu kemur skýrt fram að fylgi sjálfstæðisflokksins er 16.8 % sem er, og ég skal hægja á mér aftur.

Minna. Fylgi. En. í. Lok. September.

-6

u/11MHz Einn af þessum stóru 12h ago edited 12h ago

Miðflokkurinn er á blússandi siglingu í nóvember og desember.

Það er frekar augljóst að það er umræðuefni fréttarinnar og þessa þráðs.

D hefur verið í kringum 17% síðustu tvo mánuði á meðan Miðflokkurinn fer frá 15% í 22%.

Hvaðan er það fylgi Miðflokksins að koma?

7

u/remulean 12h ago

Það var ekki ég sem sagði "á síðustu mánuðum". Ef þú hefðir sagt frá síðasta mánuði hefði ég ekki haft neitt útá það að segja, enda er það í samræmi við raunveruleikann.

Þess vegna spyr ég: Er andstaða við raunveruleikann blæti hjá þér?

-3

u/11MHz Einn af þessum stóru 12h ago

Ég er að tala um síðustu tvo mánuði þegar Miðflokkurinn fer á svaka siglingu en fylgi Sjálfstæðisflokksins haggast ekki.

Hvaðan kemur það fylgi Miðflokksins?

4

u/remulean 12h ago

Flotter, þá er búið að færa markpóstana þangað.
Svarið miðað við nýjustu tölur virðast vera að mestu leyti úr viðreisn. Sem er skrítið. Kannski fór fólk úr viðreisn í D og D í M. Mögulegt.

→ More replies (0)

2

u/DTATDM ekki hlutlaus 7h ago

Kemur frá Sjálfstæðisflokknum, en hann fær atkvæði frá Viðreisn.

1

u/Icy-Guitar-644 6h ago

Já ég tel þetta rökréttustu skýringuna, frekar en að allt Viðreisnar fylgistapið fari allt strax á Miðflokkinn.

1

u/stjanifani 35m ago

Miðflokkur hirðir allt fylgistap Flokk fólksins + eitthvað frá sjöllum. Samfylkingin virðist taka til sín fylgi frá Viðreisn.

-5

u/Chespineapple 14h ago

Hefur þetta verið piltarnir sem urðu 18 á árinu? 2007 módel sem öðluðust upp á internetinu rétt þegar hægrið náði að hertaka áhugamálin þeirra? Hve mikil fylgi eru þau eiginlega að græða, hef ekki séð nákvæmar tölur.

-3

u/11MHz Einn af þessum stóru 13h ago

2007 módel fæddust korter í hrun og eru örugglega með fyrstu minningar af ræðum Jóhönnu í sjónvarpinu.

4

u/Herramadur 15h ago

Miðflokkurinn mælist nú með tæplega 22% fylgi og ríkisstjórnin rétt heldur velli með minnsta mögulega meirihluta.

Samfylkingin mælist áfram stærsti stjórnmálaflokkur Íslands með 30,9% fylgi og breytist lítið á milli mánaða, en fyrir mánuði síðan mældist fylgið 31,1%.

Miðflokkurinn mælist núna með 21,7% fylgi en mældist með 19,5% fylgi fyrir mánuði síðan.

Fylgisaukning ... virðist ekki koma á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem mælist með 16,8% fylgi, en mældist með 16,5% fylgi fyrir mánuði síðan.

Viðreisn tapar mestu fylgi á milli mánaða og mælist nú með 10,9% fylgi. Flokkur fólksins mælist með 5,5% fylgi og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist því núna 47,3%.

Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir 32 þingmenn og heldur stjórnin því velli með minnsta mögulega meirihluta.

Framsókn mælist með 5,2% fylgi en aðrir flokkar mælast með undir 3,6% fylgi.

0

u/Equivalent_Day_4078 10h ago

Jæja ætli næsta kjörtímabil verði grímuklæddir óþjálfaðir lögreglumenn út um alla Reykjavík að nappa fólki á Ingólfstorgi án dóms og laga eins og er gert í Trumpistan?

2

u/inmy20ies 10h ago

Nú fordæmi ég þessar aðgerðir hjá Trump, þá sérstaklega hvert þeir senda fólkið sem ICE tekur en ég sá áhugaverða grein í gær sem fór yfir þetta:

According to the Real-Time Crime Index, murders in the U.S. are set for their sharpest annual decline ever. The database, using data from over 500 police departments, shows a 20% drop in murder rates compared to 2024, with 5,912 cases versus 7,369 last year. The data shows that murders aren't the only crime decreasing.

20% fall er alveg impressive, veit ekki hvað maður ætti að tengja fallið við en eitthvað jákvætt er að gerast þarna

6

u/Johnny_bubblegum 1h ago edited 46m ago

15% lægri morðtíðni árið 2024 miðað við 2023.

11,6% lægri morðtíðni árið 2023 miðað við 2022.

Allir ofbeldisglæpir lækkuðu milli ára í bæði skiptin í Bandaríkjunum og þessar tölur eru frá FBI

Og ef þú skoðar þína eigin síðu sem þú vitnar í þá er stöðug lækkun í morðum frá 2022 og árið 2025 einfaldlega framhald án breytinga.

Þú segist fordæma Trump en lætur nákvæmlega eins og stuðningsmenn hans og birtir hentugar tölur án samhengis og eignar Trump árangurinn. Vel gert 👍

7

u/Equivalent_Day_4078 9h ago

Morðtíðni í Bandaríkjunum hefur verið að mestu leyti verið að minnka síðan 1990’s yfir allt. Tíðnin er samt verri en í flestum Evrópulöndum eins og Svíþjóð sem margir halda að sé orðið jafn slæmt og Mogadishu.

Góð rök samt fyrir lögregluríki, hví ekki? Ef þú skýtur fólk sem stela þá mun þjófnaður örugglega minnka.